Áfram á vörulýsingu
1 af 1

Rafmynta miner viðgerð

Rafmynta miner viðgerð

Miner viðgerðir er alltaf með akstur auk viðeigandi kostnað á viðgerð eða skoðunargjaldi, ef þú villt fá þjónustuna til þín.

Við greinum vandamálið út frá upplýsingum frá þér og okkar yfirferð, ef þú ákveður að halda áfram með aðstoð eða viðgerð eftir greiningu fellur skoðunargjald úr gildi og tekur viðeigandi gjald við.


Akstur: 4,990kr.
Skoðunargjald: 
4,990kr.
Lágmarksgjald: 9,980kr.


Þjónustan okkar:

1. Bókar tíma: 

Þú finnur þér tíma sem hentar þér, út frá þeim dögum og tímum sem við bjóðum upp á að við mætum á staðinn.

  • Við tökum einnig við minerum í viðgerð hjá okkur. Ef þú villt mæta með minerinn til okkar þarftu að bóka tíma í Önnur tækniþjónusta. Þú getur farið þangað með því að Ýta hér.

2. Greining: 

Við byrjum alltaf á að greina vandamálið út frá upplýsingum sem viðskiptavinur gefur okkur upp.

  • Við gerum einnig við hjá okkur.

3. Við höfum samband:

Við ræðum alltaf fyrst við viðskiptavin um hvað þarf að gera , kostnað og tímann sem það tekur til þess að klára verkið hvort sem það er hjá okkur eða í gagnaveri.  

  • Ef þú ákveður að láta gera við minerinn fellur skoðunargjaldið niður

4. Viðgerð: 

Við mætum á staðinn og förum í verkefnið á þeim degi og tíma sem þú bókar hjá okkur.

  • Við gefum okkur 3 virka daga til þess að klára hverja og eina viðgerð ef minerinn kemur til okkar í viðgerð. Ef viðgerðin tekur lengri tíma verður haft samband.

5. Yfirferð: 

Við förum yfir það sem var gert í sambandi við miner viðgerðina. 


Viðgerðir:

  • Skipt um íhluti.
  • Skiptum út íhlutum sem eru bilaðir
  • Hugbúnaðar uppfærslur
  • Fyrirbyggjandi viðhald
  • Setja upp betri kælingu
  • Uppfærslur á búnaði
  • Rykhreinsun
Skoða allar upplýsingar