Tækniþekking

Starfsmenn okkar hafa aflað sér gríðarlega þekkingu á tækniþjónustu og viðgerðum í gegnum fyrri störf og reynslu. Við komum úr víðtækum tæknigeirum og allir með ólíkan bakgrunn og styrkleika sem myndar þetta sterka teymi.

Við finnum lausn

Við finnum lausn við þínu vandamáli hvort sem það er hjá okkur, heima hjá þér eða í þínu fyrirtæki. Við bjóðum uppá heima og fyrirtækjaþjónustu bæði með því að koma á staðinn eða veita aðstoð með fjarþjónustuforriti á þann hátt að við tengjumst þinni tölvu með þínu samþykki. Við látum engan frá okkur nema hann sé sáttur með þjónustu eða viðgerð sem við veitum.

Stefnan okkar

Stefnan okkar er að veita bestu tækniþjónustu og viðgerðir hér á Suðurnesjum. Við þróum- og tileinkum okkur alla nýjustu tækni.

  • Traust

    Traust er það sem heldur góðu sambandi milli okkar og þín.

  • Þjónusta

    Að veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli og því verður hún ávalt framúrskarandi.

  • Þróun

    Áhugi okkar og ástríða er í tækni og erum við alltaf með puttann á púlsinum í allra nýjustu tækniþróun.