Aqara N100 Doorlock (Zigbee version) snjall hurðarlás
Aqara N100 Doorlock (Zigbee version) snjall hurðarlás
Get ekki séð neina staði sem hægt að að sækja
Búið á lager
- Zigbee 3.0 og Apple HomeKit stuðningur
- Hægt að opna með fingrafaraskanna, talnaborði, lykli, NFC eða Aqara appinu
- Innbyggð bjalla (Þarf Aqara stjórnstöð)
- 1.5 árs rafhlöðuending, hægt að aflæsa með lykli eða hlaða með USB-C ef rafhlaða klárast
- Fjöldi mögulegra snjallvæðinga t.d kveikja á kerfi þegar hún er lyft upp, aflæsa kerfi og kveikja á tónlist og ljósum þegar hurðarlás er opnaður með fingrafari
Share



Staðbundin andlitsgreining og sjálfvirkar aðgerðir
G4 dyrabjallan er með gervigreind sem greinir andlit staðbundið. Hægt er að setja upp mismunandi senur eftir því hver kemur fyrir framan myndavélina.

Samhæfanlegt við fjölda forrita og snjallumhverfa
Rafhlöðudrifin dyrabjalla sem styður HomeKit Secure Video eða HSV. Styður einnig við streymi við Google og Alexa snjallskjái, Matter stuðningur væntanlegur.

7 dagar af frírri skýjageymslu
G4 dyrabjallan kemur með frírri 7 daga skýjageymslu án falins kostnaðar. Myndavélin vistar 6 sekúndna myndbönd upp í skýið svo að myndböndin eru örugg þótt það sé átt við sjálfa dyrabjölluna.

Tveir mismunandi möguleikar til að halda henni gangandi
Hægt er að keyra dyrabjölluna áfram af rafhlöðum en einnig er hægt að beintengja hana við rafmagn hússins og þá nýtast rafhlöðurnar ef að rafmagnið dettur út.

Innandyra hávær móðurstöð fylgir með
Með dyrabjöllunni kemur móðurstöð sem framkallar allt að 95dB hljóð þegar hringt er bjöllunni. Móðurstöðin virkar einnig sem Wi-Fi kastari og er knúin áfram af USB-C.

Mismunandi tilkynningar og góð upplausn á myndböndum
Dyrabjallan tekur 16:9 myndbönd í 1080P upplausn. Sjónsviðið er 162° og nær því yfir breitt svæði. Hægt er að stilla að fá tilkynningar þegar andlit er greint, pakki skilinn eftir og fleira.

Staðbundin geymsla fyrir myndbönd á SD korti
Hægt er að setja allt að 512GB SD kort í móðurstöðina sem að tekur upp myndbönd 24/7. Aqara áætlar að bæta við fríum stuðning við SMB NAS.

Raddbreytir og fjöldi fleirra stillinga
Á G4 er hægt að tala í gegnum síma og talið berst í dyrabjölluna. Hægt er að breyta röddinni sinni svo að hún komi öðruvísi út. Einnig er hægt að breyta hljóðinu sem kemur þegar einhver hringir dyrabjöllunni.

Fáðu að vita hver er við hurðina
Innbyggð gervigreind leyfir þér að “merkja” andlit á þeim sem koma oft í heimsókn og þeim sem búa á staðnum. Það minnkar líkur á fölskum tilkynningum og gerir þér kleift að setja upp sjálfvirkar aðgerðir, jafnvel þó dyrabjallan sé aftengd við netið.

Samhæfanlegt við fjölda forrita og aukið öryggi með HSV
Rafhlöðuknúin dyrabjalla dulkóðar allt áður en það er sent í geymslu til iCloud fyrir aukið öryggi. Fyrir þá sem nota Google eða Alexa styður dyrabjallan einnig staðbundið streymi á Nest eða Echo snjall skjái. Áætlað er að Matter stuðningur verði aðgengilegur með OTA uppfærslu.

Algjörlega frí skýjageymsla, enginn falinn kostnaður
G4 tekur upp myndbönd við hreyfingu. Myndböndin sem eru 6 sekúndur í senn vistast á skýið algjörlega að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að setja SD kort í móðurstöðina, allt að 512GB. Þá vistar dyrabjallan myndbönd allan sólarhringinn.

Vörn gegn heitu og köldu veðri
G4 dyrabjallan þolir að vera í heitu sem köldu veðri og er með skvettivörn gegn vatni. Það er því mælt með því að koma dyrabjöllunni fyrir á þann hátt að erfitt sé fyrir vatn að koma í hana.

Rafhlöðuknúin eða beintengd við rafmagn
Dyrabjallan gengur fyrir 6 rafhlöðum, sem dugar í allt að 4 mánuði á sparnaðarstillingu. Hinsvegar er hægt að beintengja dyrabjölluna við rafmagnið í húsinu og þá nýtast rafhlöðurnar sem varaafl ef ske kynni að rafmagnið í húsinu detti út.

Heyrist hátt og snjallt
Móðurstöðinni er komið fyrir innandyra. Hún er knúin áfram af rafmagni í gegnum USB-C snúru. Móðurstöðin getur spilað hljóð allt að 95dB þegar bjöllunni er dinglað.