Aqara Camera Hub G3 innimyndavél með innbyggðri stjórnstöð
Aqara Camera Hub G3 innimyndavél með innbyggðri stjórnstöð
Get ekki séð neina staði sem hægt að að sækja
Lítið til af vörur: 1 eftir
- 2K upplausn
- 110° víðlinsa
- Zigbee 3.0 stjórnstöð fyrir allt að 128 skynjara og tæki
- Innbyggður hreyfiskynjari, hljóðnemi og hátalari.
- Styður Apple HomeKit, Google Assistant og Amazon Alexa
Share



Aqara öryggismyndavél og stjórnstöð
Öryggismyndavél frá Aqara sem virkar líka sem brú fyrir Zigbee 3.0 skynjara og snjalltæki. Öryggismyndavélin nemur hreyfingar og getur sent þér tilkynningar í síma og/eða kveikt á sírenu. Myndavélin er með 110° sjónsvið og þá er líka hægt að stýra henni upp, niður, hægri og vinstri í appinu, svo að allir krókar og kimar sjást.

Þekkir þig og þína nánustu
Hægt er að bæta myndum af þér og þínum inná minni myndavélarinnar og gervigreind sér til þess að persónuleg þjónusta eigi sér stað. Til dæmis er hægt að fá tilkynningar í síma þegar einhver ókunnugur kemur heim, eða að hækka gardínurnar þegar sér þig labba inn.
*Gardínumótor seldur sér

Brúin sem vantaði
Auk þess að vera öryggismyndavél þá virkar Aqara Camera Hub G3 líka sem brú fyrir snjalltæki sem nýta Zigbee 3.0 tenginguna. Hægt er að tengja allt að 128 snjallskynjara og tæki við myndavélina og snjallvæða heimilið á einfaldan og þægilegan hátt. Myndavélin er þar að auki IR fjarstýring sem getur stjórnað fjölda tækja sem styðja IR tengingu.

Þekkir handahreyfingar
Myndavélin þekkir handahreyfingar og hægt er að stilla hvað gerist við mismunandi hreyfingar. T.d getur þú kveikt á kaffivélinni þinni sem er tengd í Aqara snjallinnstungu með því að gera fingurbyssu, eða leyft myndavélinni að fara í svefnstillingu með pís merkinu.

Öryggið
Öryggið er mikilvægt atriði hjá Aqara, hægt er að slökkva á myndavélinni þegar hentar og þá lýtur út eins og myndavélin sé sofandi. Öll gögn sem myndavélin tekur upp eru dulkóðuð samkvæmt hæstu kröfum og myndavélin er öryggisvottuð af Apple, Google og Amazon.